Enski boltinn

Aron Einar kom inná í sigri Cardiff

Dagur Lárusson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í 3-1 sigri Cardiff á Burton Albion í ensku fyrstu deildinni í dag en þetta var fyrsti leikur Aron Einars með Cardiff eftir meiðsli.

 

Cardiff byrjaði leikinn vel og komst yfir á 16. mínútu með marki frá Kenneth Zohore. Forysta Cardiff var þó ekki lengi þar sem Darren Bent jafnaði metin aðeins fimm mínútum seinna fyrir Burton.

 

Allt stefndi í það að staðan væri 1-1 í hálfleiknum en þá skoraði Nathaniel Mendez-Laing fyrir Cardiff og kom þeim yfir 2-1.

 

Í seinni hálfleiknum náði Cardiff að skora þrjú mörk en aðeins eitt þeirra stóð og það var Callum Paterson sem skoraði það mark á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því voru lokatölur 3-1.

 

Eftir leikinn er Cardiff í öðru sæti deildarinnar með 79 stig, þremur stigum á eftir Wolves sem situr í efsta sætinu.

 

Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi Bristol City er liðið gerði 2-2 jafntefli við Barnsley. Eftir leikinn er Bristol í sjöunda sæti deildarinnar með 62 stig og á góðan möguleika á að komast í umspilið um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

 

Úrslit dagsins:

 

Milwall 2-2 Nottingham Forest

Barnsley 2-2 Bristol City

Brentford 1-1 Sheffield United

Cardiff City 3-1 Burton Albion

Leeds United 2-1 Bolton

Norwich 0-2 Fulham

Sheffield Wednesday 4-1 Preston

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×