Enski boltinn

Lundúnarslagur um Meistaradeildarsætið │ Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það eru tveir hörkuleikir í ensku úrvalsdeildinni í fótboltanum í dag. Það er Lundúnarslagur milli Chelsea og Tottenham og Arsenal og Stoke mætast í afar mikilvægum leik.

Tottenham hefur verið að spila vel. Liðið hefur ekki tapað í síðustu tólf leikjum á meðan Chelsea hefur bara fengið á sig fimm mörk í síðustu tíu leikjum á Brúnni.

Chelsea er í fimmta sætinu með 56 stig en Tottenham er fimm stigum fyrir ofan þá svo þessi leikur er ansi mikilvægur upp á Meistaradeildarsætið.

Arsenal fær svo Stoke í heimsókn í fyrri leik dagsins. Stoke er í bullandi vandræðum. Liðið hefur ekki unnið síðustu ellefu leiki en Arsenal þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda ætli liðið sér Evrópusætið, hvað þá Meistaradeildarsæti.

Stoke er í nítjánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti en Arsenal er í sjötta sætinu, átta stigum á eftir Chelsea sem er í fimmta sætinu.

Leikir dagsins:

12.30 Arsenal - Stoke

15.00 Chelsea - Tottenham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×