Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:01 Staða forsetans er óhemjusterk. Vísir/aFP Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins. Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins.
Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34
Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26