Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:01 Staða forsetans er óhemjusterk. Vísir/aFP Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins. Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins.
Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34
Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26