Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:01 Staða forsetans er óhemjusterk. Vísir/aFP Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins. Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins.
Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34
Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26