Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:26 Fyrsta opinbera heimsókn Kim Jong-un telst til tíðinda og því er ekki nema von að fólk hafi fylgst grannt með. Vísir/Getty Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent