Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin ekki með neinn dómara á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuart Attwell var meðal þeirra sem enska knattspyrnusambandið tilnefndi til að fara á HM.
Stuart Attwell var meðal þeirra sem enska knattspyrnusambandið tilnefndi til að fara á HM.
Það verður ekki einn breskur dómari sem mun dæma á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi þetta sumarið en FIFA gaf út í dag hvaða 36 dómarar dæma á mótinu í sumar.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1938 sem enginn breskur dómari verður á HM en Mark Clattenburg var í raun eini Bretinn sem var á lista FIFA og kom til greina. Hann er hættur að dæma og er yfirmaður dómaramála í Sádi Arabíu.

Enska knattspyrnusambandið óskaði eftir því að fá að tilnefna annan dómara í stað Clattenburg en því var hafnað. Martin Atkinson, Stuart Attwell, Robert Madley, Michael Oliver, Craig Pawson, Anthony Taylor og Paul Tierney voru tilnefndir en FIFA sagði nei.

Enginn aðstoðardómari kemur heldur frá Bretlandi en 63 aðstoðardómarar verða á mótinu. VAR, myndbands aðstoðardómarar, verða einnig notaðir á mótinu en þeir sem verða bakvið skjáinn verða einnig dómarar á mótinu. Það verður einfaldlega dregið af handahófi hvað varðar það.

Howard Webb hefur verið eini Bretinn sem hefur dæmt á síðustu tveimur stormótum. Hann dæmdi bæði 2010 og 2014 og dæmdi meðal annars úrslitaleik Spánar og Hollands í Suður-Afríku 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×