Enski boltinn

Bellerin svífur um á bleiku skýi eftir að hafa gerst grænkeri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bellerin sér ekki eftir því að hafa gerst grænmetisæta.
Bellerin sér ekki eftir því að hafa gerst grænmetisæta. vísir/getty
Hector Bellerin, varnarmaður Arsenal, segir að ákvörðun hans um að gerast grænkeri sé að hjálpa honum bæði inni á vellinum og fyrir utan hann.

Bellerin gerðist grænmetisæta í þann mund sem enska úrvalsdeildin hófst og hann segir að hann finni mikinn mun, sér í lagi þegar hann er að jafna sig eftir leiki auk þess að líða bara einfaldlega vel.

„Ég hef nánast verið grænkeri síðan tímabilið byrjaði. Til að byrja með vildi ég prufa þetta í nokkrar vikur til þess að hreinsa líkamann minn en mér leið svo vel eftir þetta að ég er búinn að gera þetta í sex mánuði núna,” sagði Bellerin.

„Þetta hraðar því að líkaminn nái sér eftir leiki og ég hef alltaf verið í vandræðum með ökklann á mér þegar ég spila erfiða leiki. Núna þarf ég ekki einu sinni að teipa þá lengur.”

„Að fá nóg af matnum sem ég var að borða og byrja að borða plöntufæði tók smá tíma en ég byrjaði að finna mun á þriðju viku. Ég vaknaði á morgnana og hafði svo mikla orku en áður fyrr var ég sá sem slökkti fimm sinnum á vekjaraklukkunni áður en ég fór fram úr.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×