Íslenski boltinn

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Keflavík sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jeppe var á skotskónum í kvöld.
Jeppe var á skotskónum í kvöld. vísir/anton

Keflavík vann dramatískan sigur á Haukum í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins í Reykjaneshöllinni í dag.

Það var markalaust eftir fyrri hálfleikinn en fór að draga til tíðinda í seinni hálfleik. Einar Orri Einarsson kom Keflvíkingum yfir eftir 51. mínútu en Ísak Jónsson jafnaði leikinn fyrir Keflavík á 71. mínútu.

Allt útlit var fyrir 1-1 jafntefli þangað til Keflvíkingar settu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn. Ísak Óli Ólafsson kom Keflavík yfir á annari mínútu uppbótartímans og Jeppe Hansen skoraði aðeins mínútu seinna.

Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í Kórnum í sama riðli.

Stjörnumenn komust yfir strax eftir 12 mínútna leik og bættu við öðru marki sínu undir lok fyrri hálfleiks. Sigurinn var svo gulltryggður með loka markinu í upphafi seinni hálfleiks.

Stjarnan er á toppi riðils 3 með níu stig eftir fjóra leiki. Næstir eru Keflvíkingar með sjö stig. Fjölnir og Víkingur Ó eru með fjögur stig en Fjölnismenn leika við botnlið Leiknis R. í Egilshöll seinna í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.