Íslenski boltinn

Njarðvík og ÍBV skildu jöfn

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá ÍBV
Úr leik hjá ÍBV vísir/Stefán

Njarðvík og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í dag en Andri Fannar Freysson tryggði Njarðvík jafntefli af vítapunktinum.

Það var ÍBV sem byrjaði leikinn mun betur því Breki Ómarsson skoraði strax á 8. mínútu og kom sínum mönnum yfir. Aðeins þremur mínútum seinna skoraði Róbert Aron Eysteinsson og kom ÍBV í 2-0.

Allt stefndi í það að staðan yrði 2-0 í hlé en þá skoraði Kenneth Hogg fyrir Njarðvík og staðan því 2-1.

Á 52. mínútu fékk Njarðvík vítaspyrnu sem Andri Fannar Freysson tók og skoraði úr af öryggi og þar við sat. Eftir leikinn er Njarðvík í 3. sæti riðilsins með fjögur stig á meðan ÍBV er í 4. sæti með jafn mörg stig.

Í riðli 3 mættust Fjölnir og Leiknir Reykjavík en Fjölnir vann þar stórstigur 4-0. Það var síðan HK sem fór með sigur af hólmi gegn Þór 4-3 í riðli 4.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.