Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 23:30 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFP Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“. Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“.
Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00