Erlent

Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stacey Dash.
Stacey Dash. Vísir/Getty
Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. Hún vonast til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni styðja sig.

Dash er í ítarlegu viðtali á vef Guardian en hún lýsir sjálfri sér sem íhaldssömum Repúblikana. Hún er harður stuðningsmaður forsetans og styður til að mynda hugmyndir hans um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Stacey er best þekkt fyrir leik sinn í myndinni Clueless.Vísir/Getty
Býður hún sig fram í Kaliforníu en Trump mun heimsækja ríkið í næstu viku. Vonast hún til þess að forsetinn muni formlega lýsa yfir stuðningi við framboð hennar.

„Ég tel að það yrði hjálplegt þar sem hann er fulltrúi þeirra sem ég býð mig fram fyrir, sem er alþýðan,“ segir Dash.

Í viðtalinu segir Dash að vegna pólitískra skoðanna hennar hafi henni verið útskúfað frá Hollywood, sem í gegnum tíðina hefur verið vígi frjálslyndra í Bandaríkjunum. Hún segir að fólk telji að þar sem hún sé svört, hljóti hún að styðja demókrata.

Reiknað er með að erfitt verði fyrir Dash að hljóta útnefningu repúblikana en hún býður sig fram í hverfi sem yfirleitt hefur stutt frambjóðendur demókrata. Kjósendur í hverfinu kusu flestir Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016 og sitjandi þingmaður hverfisins er demókrati




Fleiri fréttir

Sjá meira


×