Íslenski boltinn

Þór/KA og Blikar gerðu jafntefli fyrir norðan

Andrea Mist Pálsdóttir skoraði fyrir Þór/KA í dag
Andrea Mist Pálsdóttir skoraði fyrir Þór/KA í dag Vísir/Eyþór

Íslandsmeistarar Þórs/KA gerðu jafntefli við Breiðablik í Lengjubikar kvenna á Akureyri í dag.

Andrea Mist Pálsdóttir kom heimakonum yfir strax á 19. mínútu. Agla María Albertsdóttir, sem kom frá Stjörnunni til Blika fyrr á árinu, jafnaði leikinn fyrir Breiðablik undir lok fyrri hálfleiks.

Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-1.

Þetta voru fyrstu stig Þórs/KA í keppninni en Íslandsmeistararnir höfðu tapað gegn Val og Stjörnunni. Blikar eru hins vegar á toppi A-deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.