Erlent

Flugvél brotlenti á flugvellinum í Katmandú

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sést lagði mikinn reyk frá vélinni.
Eins og sést lagði mikinn reyk frá vélinni. mynd/twitter
Flugvél brotlenti á alþjóðaflugvellinum í Katmandú, höfuðborg Nepals, að því er fram kemur á vef BBC.

Vélin var á vegum flugfélagsins US-Bangla frá Bangladess en hún snerist á flugbrautinni þegar hún var að lenda í morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 14:20 að staðartíma. Við brotlendinguna kviknaði í vélinni og er slökkvistarf í gangi.

Talið er að 67 manns hafi verið um borð í vélinni og eru einhverjir slasaðir að sögn talsmanns lögreglunnar. Alls getur vélin tekið 78 farþega, samkvæmt fjölmiðlum í Nepal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×