Íslenski boltinn

Notuðu ólöglegan Japana í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryota Nakamura.
Ryota Nakamura. jleague.jp

Leiknismenn notuðu japanska leikmanninn Ryota Nakamura í leik á móti Fjölni í Lengjubikarnum sem fór fram í Egilshöllinni á laugardaginn var.

Ryota Nakamura var hinsvegar ekki með keppnisleyfi hér á landi þar sem hann er skráður erlendis. Leiknir hefur verið sektað um 60 þúsund krónur fyrir að nota ólöglegan leikmann.

„Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ryota Nakamura lék ólöglegur með Leikni R. gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 10. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður erlendis,“ segir í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Fjölnir vann leikinn 4-0 og hefur kæran því ekki áhrif á úrslitin.  

„Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða,“ segir í reglugerðinni.

Ryota Nakamura er 27 ára framherji eða sóknartengiliður sem var síðast leikmaður hjá japanska félaginu Blaublitz Akita.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.