Fegurðarsamkeppni gegn fordómum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 23:44 Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum og fyrir aftan hana standa Makaita Ngwenya og Monalisa Manyati sem voru í öðru og þriðja sæti. Vísir/AFP Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018 Kenía Simbabve Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Fyrsta fegurðarsamkeppni albínóa í Simbabve var haldin í höfuðborginni Harare í kvöld þar sem hin 22 ára gamla Sithembiso Mutukura bar sigur úr býtum. Keppninni er ætlað að draga úr fordómum og auka meðvitund um albínisma. Albínóar mæta gífurlegum fordómum og ofbeldi víða um Afríku. Sums staðar eru þeir eltir uppi og drepnir þar sem „særingjalæknar“ segja líkamshluta albínóa færa fólki lukku og þeir búi yfir lækningamætti. Til eru dæmi um að albínóar séu seldir af ættingjum sínum. Hagsmunasamtök segja að um 90 prósent manna með albínisma deyi fyrir 40 ára aldur. Talið er að um 39 þúsund albínóar búi í Simbabve en genagallinn er algengari í Afríku en í öðrum heimshlutum. Áður hafði keppni sem þessi eingöngu verið haldin í Kenía. Mutukura sagði blaðamanni AFP fréttaveitunnar að hún hefði tekið þátt í keppninni til að auka meðvitund. Hún sagði alla líta niður á albínóa.„Ég hef gengið í gegnum margt en vil að fólk sem býr við albínisma sé hugrakt og njóti lífsins,“ sagði hún. „Við verðum að berjast fyrir réttindum okkar og ég vona að sigur minn muni styrkja ungar stúlkur.“ Miss Albinism is a beauty contest that takes place in Harare, Zimbabwe, in an effort to combat prejudice and violence against albinoshttps://t.co/E5Py0gBtzJ pic.twitter.com/icSDnwBOXL— AFP news agency (@AFP) March 17, 2018
Kenía Simbabve Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira