Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 17:23 Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira
Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira