Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa af þingkosningum í Bandaríkjunum í ár. Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri, þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna segir afskipti þeirra þegar vera hafin og að Michael S. Rogers, yfirmaður NSA, hafi sagt þingmönnum nýverið að hann gæti ekki brugðist við án skipanar frá Trump og að slík skipun hefði ekki borist. Þetta sagði Trump á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Aðspurður hvað Svíar gætu lært af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum sagði Trump, án nokkurra sannana, að afskiptin hefðu engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna. „En svo sannarlega voru afskipti. Örugglega voru líka afskipti frá öðrum ríkjum og jafnvel öðrum einstaklingum. Ég held að þið þurfið að fylgjast náið með. Þú vilt ekki að kerfinu sé spillt á nokkurn hátt og við munum ekki leyfa því að gerast. Við erum að rannsaka þetta náið og erum að fá góðar uppástungur fyrir 2018 kosningarnar,“ sagði Trump og hélt áfram. „Ég held að við munum standa okkur mjög vel í 18 kosningunum. Þrátt fyrir að áður hafi aðrir í Hvíta húsinu verið með dýfu en ég held að við munum standa okkur vel því efnahagurinn er svo góður. Af því að við erum að vernda störfin okkar, eins og, það er loksins verið að vernda störfin okkar. Eins og við erum að gera með tollana. En stóri hluturinn er skattalækkunin og fækkun reglna. Líka dómararnir. Við erum með frábæra dómara. Gorsuch í Hæstaréttinum og margir, margir dómarar eru að setjast í dómarasæti víða um landið. Svo ég held að við munum standa okkur vel.“President Trump asserts: “The Russians had no impact on our votes whatsoever. But certainly there was meddling, and probably there was meddling from other countries and maybe other individuals.” pic.twitter.com/1pLDpJa0Gu— NBC News (@NBCNews) March 6, 2018 Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa beitt samfélagsmiðlum og fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 og ýta undir framboð Donald Trump. Andstæðingar forsetans hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir aðgerðarleysi vegna afskipta Rússa og sakað hann um að gera ekkert til að koma í veg fyrir þau.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgDan Coats, yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum sagði þingmönnum í dag að verið væri að vinna í leiðum til að koma í veg fyrir afskipti Rússa en hann hefur ítrekað varað við því að þau afskipti væru þegar hafin á samfélagsmiðlum og víðar.Hann sagði Hvíta húsið fylgjast náið með og að málið væri hátt á forgangslista þeirra. Sömuleiðis sagði hann að verið væri að grípa til aðgerða, án þess þó að fara nánar út í það. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Rússar saka Bandaríkin um afskipti af kosningum Aðstoðarutanríkisráðherrann segist hafa sannanir um tilraunir Bandaríkjastjórnar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. 5. mars 2018 14:17 Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu Vladimir Putins mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna. 1. mars 2018 22:36 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa af þingkosningum í Bandaríkjunum í ár. Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri, þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna segir afskipti þeirra þegar vera hafin og að Michael S. Rogers, yfirmaður NSA, hafi sagt þingmönnum nýverið að hann gæti ekki brugðist við án skipanar frá Trump og að slík skipun hefði ekki borist. Þetta sagði Trump á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Aðspurður hvað Svíar gætu lært af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum sagði Trump, án nokkurra sannana, að afskiptin hefðu engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna. „En svo sannarlega voru afskipti. Örugglega voru líka afskipti frá öðrum ríkjum og jafnvel öðrum einstaklingum. Ég held að þið þurfið að fylgjast náið með. Þú vilt ekki að kerfinu sé spillt á nokkurn hátt og við munum ekki leyfa því að gerast. Við erum að rannsaka þetta náið og erum að fá góðar uppástungur fyrir 2018 kosningarnar,“ sagði Trump og hélt áfram. „Ég held að við munum standa okkur mjög vel í 18 kosningunum. Þrátt fyrir að áður hafi aðrir í Hvíta húsinu verið með dýfu en ég held að við munum standa okkur vel því efnahagurinn er svo góður. Af því að við erum að vernda störfin okkar, eins og, það er loksins verið að vernda störfin okkar. Eins og við erum að gera með tollana. En stóri hluturinn er skattalækkunin og fækkun reglna. Líka dómararnir. Við erum með frábæra dómara. Gorsuch í Hæstaréttinum og margir, margir dómarar eru að setjast í dómarasæti víða um landið. Svo ég held að við munum standa okkur vel.“President Trump asserts: “The Russians had no impact on our votes whatsoever. But certainly there was meddling, and probably there was meddling from other countries and maybe other individuals.” pic.twitter.com/1pLDpJa0Gu— NBC News (@NBCNews) March 6, 2018 Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa beitt samfélagsmiðlum og fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 og ýta undir framboð Donald Trump. Andstæðingar forsetans hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir aðgerðarleysi vegna afskipta Rússa og sakað hann um að gera ekkert til að koma í veg fyrir þau.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgDan Coats, yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum sagði þingmönnum í dag að verið væri að vinna í leiðum til að koma í veg fyrir afskipti Rússa en hann hefur ítrekað varað við því að þau afskipti væru þegar hafin á samfélagsmiðlum og víðar.Hann sagði Hvíta húsið fylgjast náið með og að málið væri hátt á forgangslista þeirra. Sömuleiðis sagði hann að verið væri að grípa til aðgerða, án þess þó að fara nánar út í það.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Rússar saka Bandaríkin um afskipti af kosningum Aðstoðarutanríkisráðherrann segist hafa sannanir um tilraunir Bandaríkjastjórnar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. 5. mars 2018 14:17 Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu Vladimir Putins mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna. 1. mars 2018 22:36 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Minnisblað repúblikana er sögð gegnsæ tilraun til að grafa undan Rússarannsókninni í svari demókrata sem birt var í kvöld. 24. febrúar 2018 22:45
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Rússar saka Bandaríkin um afskipti af kosningum Aðstoðarutanríkisráðherrann segist hafa sannanir um tilraunir Bandaríkjastjórnar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. 5. mars 2018 14:17
Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu Vladimir Putins mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna. 1. mars 2018 22:36
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27