Bandarískum kosningaöryggissérfræðingi ýtt til hliðar skömmu fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Rússar stóðu fyrir viðamikilli áróðursherferð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og reyndu einnig að brjótast inn í kosningakerfi. Talið er að þeir reyni aftur fyrir sér í þingkosningunum í haust. Vísir/AFP Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42