Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:15 Hlýnandi loft og sjór veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu. Vísbendingar eru um að aukin úrkoma í hlýnandi heimi gæti unnið upp á móti hluta hækkunar sjávarsborðs vegna bráðnunarinnar. Vísir/AFP Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Snjókoma á stóru svæði á austanverðu Suðurskautslandinu hefur aukist verulega frá þarsíðustu aldamótum. Haldi sú þróun áfram með hnattrænni hlýnun telja vísindamenn að hún gæti dregið úr hækkun yfirborðs sjávar af völdum bráðnandi íss á suðurskautinu. Svo gríðarlegt magn íss er að finna á Suðurskautslandinu að ef hann bráðnaði allur gæti hann hækkað yfirborð sjávar um rúmlega sextíu metra. Það er því ekki að ástæðulausu sem eitt helsta áhyggjuefnið við loftslagsbreytingar af völdum manna er bráðnun íshellunnar þar. Ný rannsókn á úrkomu sem fellur á vesturhluta Lands Maud drottningar á austanverðu Suðurskautslandinu leiðir í ljós að snjókoma hefur aukist um fjórðung frá aldamótunum 1900. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil síðustu áratugina, að því er kemur fram í umfjöllun Washingon Post um rannsóknina. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við spár um að hlýnun jarðar valdi aukinni úrkomu. Eftir því sem lofthjúpurinn hitnar eykst geta loftsins til þess að bera raka sem leiðir til meiri úrkomu. Hitinn á Landi Maud drottningar hefur risið um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Úrkoman þar er nú talin meiri en hún hefur verið í um tvö þúsund ár.Úrkomuaukningin þyrfti að ná yfir allt suðurskautið Loftslagslíkön spá því að aukin snjókoma á Suðurskautslandinu muni jafngilda um 1,5 millímetrum í hækkun yfirborðs sjávar á ári fyrir lok þessarar aldar. Gangi það eftir gæti það vegið upp á móti um helmingi hækkunar sjávarborðs sem spáð er. Þessi jafna er hins vegar viðkvæm fyrir breytingum. Washington Post segir að ef aukin úrkoma á að vega upp á móti áframhaldandi bráðnun íssins á Suðurskautslandinu þurfi aukningin að halda áfram út öldina og eiga sér stað um allt meginlandið. Rannsóknin nú nær hins vegar aðeins til hluta austanverðrar álfunnar. Brooke Medley, aðalhöfundur rannsóknarinnar og vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, segir að niðurstaðan þýði ekki að Suðurskautslandið sé að bæta við sig ís heldur aðeins að úrkoman gæti vegið upp á móti tapinu. „Ef þú tekur nettóútkomuna þá horfum við enn upp á ístap,“ segir hún við blaðið. Grein um rannsókn hennar og félaga hennar birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters. Andrew Shepherd, sérfræðingur í Suðurskautslandinu hjá Háskólanum í Leeds á Bretlandi, bendir á að rannsóknin sýni að loftslagslíkön hafi vanmetið hlýnun og aukna snjókomu á þessum hluta Suðurskautslandsins. „Það er mikilvægt að komast að því hvort að þetta misræmi nái yfir allt meginlandið og sé til staðar í öðrum loftslagslíkönum til að hægt sé að endurskoða loftslagsspár til að taka tillit til aukinnar snjókomu því að hún gæti vegið upp á móti hluta af viðbúinni hækkun yfirborðs sjávar í framtíðinni,“ segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38 Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48 Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Mörgæsarungar sultu í hel í hrönnum Adelie-mörgæsarstofninn á austanverðu Suðurskautslandi varð fyrir miklum hörmungum í vor. 16. október 2017 10:38
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. 15. júní 2017 13:50
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. 1. júní 2017 09:48
Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. 30. október 2017 10:39
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00