Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. febrúar 2018 14:40 Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vísir/Getty Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu. Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu.
Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00