Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:02 Frá einni af starfsstöð Oxfam á Haítí árið 2011. vísir/getty Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú. Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú.
Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15