Erlent

Vill að herinn hverfi frá Afrin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pervin Buldan, leiðtogi HDP.
Pervin Buldan, leiðtogi HDP. Vísir/AFP
Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda. Þetta sagði Pervin Buldan, nýkjörinn leiðtogi flokks Kúrda (HDP), í Tyrklandi í gær. Líklega munu orð hennar þó hafa lítil áhrif á Recep Tayyip Erdogan forseta sem hefur látið handtaka fjölda fólks fyrir að mótmæla aðgerðunum á samfélagsmiðlum.

Buldan var kjörin leiðtogi HDP á sunnudag. Hún er ein þeirra sem tyrkneska lögreglan rannsakar um þessar mundir fyrir að lýsa yfir andstöðu við aðgerðir hersins í Afrin. Alls hafa á sjöunda hundrað verið handtekin frá því aðgerðirnar hófust.


Tengdar fréttir

Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri

Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×