Bretar saka Rússa um NotPetya árásina í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2018 11:08 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sáu á tölvum sínum. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands hafa opinberlega sakað rússneska herinn um NotPetya árásina svokölluðu sem læsti tölvum víða um heim í júní í fyrr. Árásin beindist að mestu gegn Úkraínu en gagnagíslatökufaraldurinn NotPetya var hannaður til þess að dreifa sér og gerði hann það. Árásin hafði mikil áhrif á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu en einnig í Rússlandi. Reckit Benckiser, varnarmálaráðherra, sagði yfirvöld Rússlands hafa „rifið reglubókina“ og að Bretland þyrfti að bregðast við. Hann sagði heiminn á nýju stigi hernaðar þar sem hefðbundnum hernaðarmætti væri blandað við tölvuárásir með miklum árangri. Hann sagði Rússa einnig hafa vopnvætt upplýsingar og sakaði þá um að grafa undan lýðræði í heiminum. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa borið ábyrgð á NotPetya og segja rússnesk fyrirtæki einnig hafa orðið fyrir árás. Utanríkisráðherra Bretlands, Tariq Ahmad, sagði í dag að árásin hefði kostað fyrirtæki og stofnandi hundruð milljóna dala. Samkvæmt frétt BBC áætla sérfræðingar að árásin hafi kostað rúmlega 1,2 milljarð dala. Ahmad sagði ásökunum Breta vera ætlað að sýna að þeir myndu ekki sætta sig við tölvuárásir sem þessar.„Við köllum á Rússland að vera sá ábyrgðarfulli meðlimur alþjóðasamfélagsins sem þeir segjast vera, í stað þess að grafa leynilega undan því.“ Gagngíslatökufaraldar læsa gögnum tölva og er eigendum boðið að greiða lausnargjald til þess að aflæsa þeim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa opinberlega sakað rússneska herinn um NotPetya árásina svokölluðu sem læsti tölvum víða um heim í júní í fyrr. Árásin beindist að mestu gegn Úkraínu en gagnagíslatökufaraldurinn NotPetya var hannaður til þess að dreifa sér og gerði hann það. Árásin hafði mikil áhrif á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu en einnig í Rússlandi. Reckit Benckiser, varnarmálaráðherra, sagði yfirvöld Rússlands hafa „rifið reglubókina“ og að Bretland þyrfti að bregðast við. Hann sagði heiminn á nýju stigi hernaðar þar sem hefðbundnum hernaðarmætti væri blandað við tölvuárásir með miklum árangri. Hann sagði Rússa einnig hafa vopnvætt upplýsingar og sakaði þá um að grafa undan lýðræði í heiminum. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa borið ábyrgð á NotPetya og segja rússnesk fyrirtæki einnig hafa orðið fyrir árás. Utanríkisráðherra Bretlands, Tariq Ahmad, sagði í dag að árásin hefði kostað fyrirtæki og stofnandi hundruð milljóna dala. Samkvæmt frétt BBC áætla sérfræðingar að árásin hafi kostað rúmlega 1,2 milljarð dala. Ahmad sagði ásökunum Breta vera ætlað að sýna að þeir myndu ekki sætta sig við tölvuárásir sem þessar.„Við köllum á Rússland að vera sá ábyrgðarfulli meðlimur alþjóðasamfélagsins sem þeir segjast vera, í stað þess að grafa leynilega undan því.“ Gagngíslatökufaraldar læsa gögnum tölva og er eigendum boðið að greiða lausnargjald til þess að aflæsa þeim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Vara við nýjum faraldri Umfangsmikil gagnagíslatökuárás sem hefur hrellt fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu undanfarið hefur dreift úr sér og meðal annars komið upp í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. 26. október 2017 06:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Nýr vírus herjar á heiminn Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. 28. júní 2017 06:41