Skiptar skoðanir á Englandi um ágæti VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. febrúar 2018 21:29 vísir/getty Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Jose Mourinho varði kerfið eftir leikinn en áhugavert hefði verið að heyra í Portúgalanum ef galin ákvörðun myndbandadómgæslunnar hefði haft teljandi áhrif á úrslit leiksins. ,,Ég veit hvað VAR færir okkur og það hefur sína kosti og sína galla. Það er á tilraunastigi núna og þeir verða að losna við gallana til að gera kerfið fullkomið. Annars gengur þetta ekki upp," sagði Mourinho eftir leik. Löglegt mark var tekið af Juan Mata en spænski miðjumaðurinn er á því að þessi tækni sé af hinu góða fyrir fótboltann. ,,Ég er fylgjandi VAR og ég held að það sé gott fyrir fótboltann. Sérstaklega til að taka mikilvægar ákvarðanir og gera leikinn sanngjarnari en í dag virkaði það illa gegn mér og okkur. Sem betur fer þurftum við ekki á þessu marki að halda því við unnum leikinn," sagði Mata. David Wagner, stjóri Huddersfield er hins vegar alls ekki sammála því að myndbandadómgæsla bæti leikinn. ,,Vissulega var ákvörðunin okkur í hag en þetta VAR dæmi drepur allar tilfinningar í leiknum. Það er ástæðan fyrir því að mér líkar illa við það en ég er ekki maðurinn sem tekur ákvörðun um framtíð þess," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield. VAR-umræðan yfirtekið enska bikarinnEnska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að prófa myndbandadómgæsluna í enska bikarnum á þessari leiktíð og hefur það vakið mikið umtal. 8.janúar - Brighton vinnur sigur á Crystal Palace þar sem VAR er notað í fyrsta skipti í fótboltaleik á Englandi 16.janúar - Mark er dæmt af Kelechi Iheanacho í leik Leicester gegn Fleetwood vegna rangstöðu. Markið var svo dæmt gott og gilt vegna VAR. 17.janúar - Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs gegn Norwich. Þegar betur var að gáð var greinilega brotið á Willian en ekki var notast við VAR. 27.janúar - Leikur Liverpool og WBA var afar skrautlegur vegna notkunar á VAR. Mark var dæmt af WBA, Liverpool fékk vítaspyrnu í gegnum VAR og töluverðan tíma tók að fá úr því skorið hvort sigurmark WBA fengi að standa, sem það gerði svo að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Myndbandadómgæslan dæmdi löglegt mark af Man Utd. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið vann 2-0 sigur. 17. febrúar 2018 19:30