Íslenski boltinn

Blikar skoruðu sex gegn Þrótti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar fagna sigri síðasta sumar.
Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir.

Fjórir leikir voru á dagskrá A-deildar Lengjubikars karla í dag og voru alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Ekkert þeirra kom þó þegar Grindavík og Þór mættust í riðli 4 en í sama riðli vann FH öruggan sigur á Selfyssingum á meðan HK og Fylkir skildu jöfn.

Breiðablik burstaði Þróttara þar sem Kópavogsliðið skoraði sex mörk gegn engu marki Þróttar. Blikar unnu 7-0 sigur á ÍR í fyrstu umferð keppninnar.

Úrslit dagsins

A-deild riðill 2

Þróttur R. 0 - 6 Breiðablik 
0-1 Hrvoje Tokic ('25) 
0-2 Arnþór Ari Atlason ('26) 
0-3 Gísli Eyjólfsson ('80) 
0-4 Sveinn Aron Guðjohnsen ('86) 
0-5 Arnór Gauti Ragnarsson ('89) 
0-6 Arnór Gauti Ragnarsson ('93) 

A-deild riðill 4

Grindavík 0 - 0 Þór 
Rautt spjald:
Sigurjón Rúnarsson, Grindavík (´58)

FH 3 - 1 Selfoss 
1-0 Steven Lennon, víti (´22)
2-0 Halldór Orri Björnsson (´45)
3-0 Steven Lennon (´54)
3-1 Markaskorara vantar (´73)

Fylkir 2 - 2 HK 
1-0 Hákon Ingi Jónsson (´32)
2-0 Hákon Ingi Jónsson (´34)
2-1 Guðmundur Þór Júlíusson (´69)
2-2 Guðmundur Þór Júlíusson (´88)

Upplýsingar um markaskorara af urslit.net.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.