Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 20:20 Fjárhagsstaða Gates er sögð slík að hann geti ekki staðið í kostnaðarsamri málsvörn fyrir dómstólum í lengri tíma. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26