Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 22:30 Kushner virðist hafa staðið í viðskiptaviðræðum við erlenda aðila á sama tíma og hann var aðaltengiliður undirbúningsnefndar Trump fyrir valdatökuna við erlendar ríkisstjórnir. Vísir/AFP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47