Erlent

Danski leikarinn Ole Thestrup fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Ole Thestrup varð 69 ára gamall.
Ole Thestrup varð 69 ára gamall.
Danski leikarinn Ole Thestrup lést í nótt, 69 ára að aldri. Thestrup naut mikilla vinsælda í Danmörku og vann til fjölda verðlauna á leiklistarferli sínum. Ekstrabladet  greinir frá málinu.

Thestrup gerði garðinn frægan meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinni Borgen þar sem hann fór með hlutverk hægrimannsins Svend Åge Saltum.

Þá fór hann einnig með hlutverk í Gúmmí-Tarsan frá 1981 og þáttaröðinni Badehotellet sem frumsýnd var árið 2013.

Síðasta vor greindist Thestrup með lungnakrabbamein. Fyrir þremur vikum skrifaði hann á Facebook að hann hugðist loka reikningi sínum þar sem hann sagðist vilja ró og næði til að berjast gegn krabbameininu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.