Segir Demókrata vera landráðamenn fyrir að klappa ekki Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Donald Trump á umræddum fundi í Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20
„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29
Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00
Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30