239 klappstýrur hvetja íþróttamenn Norður-Kóreu til dáða Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 22:18 Meðal þess sem yfirvöld litu til við val klappstýra var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni. Norður-Kórea Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni.
Norður-Kórea Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira