Erlent

Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“

Atli Ísleifsson skrifar
Johan Eriksson, verjandi Rakhmat Akilov, ræddi við fjölmiðlamenn fyrr í dag.
Johan Eriksson, verjandi Rakhmat Akilov, ræddi við fjölmiðlamenn fyrr í dag. Vísir/AFP
Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn.

Þetta sagði Johan Eriksson, verjandi Akilov, þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn í dag. „Það var hans skilningur að hann yrði skotinn eða láta lífið á annan hátt í árásinni.“

Saksóknarar birtu í dag ákæruna á hendur Akilov þar sem hann er meðal annars ákærður fyrir hryðjuverk og tilraun til fleiri brota gegn hryðjuverkalögum. Er farið fram á lífstíðarfangelsi og að honum verði svo vísað úr landi.

Alls fórust fimm manns í árás Akilov – þrír á staðnum og tveir á sjúkrahúsi.

Eriksson sagðist ekki setja út á meðferð lögreglu á skjólstæðingi sínum. Akilov hafi verið undir stöðugu eftirliti sem gæti haft áhrif á andlega heilsu hans.

Verjandinn segist ekki ætla að tjá sig mikið um hverjar ástæður Akilov fyrir árásinni hafi verið. Mikilvægt væri að Akilov myndi sjálfur segja sína sögu og með sínum eigin orðum í réttarhöldunum sjálfum.

Akilov hefur viðurkennt brot sín en í gögnum lögreglu kemur fram að Akilov hafi fyrir árásina svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS og boðist til að framkvæma árás í þeirra samtakanna.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn

Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×