Erlent

Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rakhmat Akilov.
Rakhmat Akilov. SVT
Rakhmat Akilov, 39 ára Úsbeki sem var handtekinn fyrir hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, hefur komið fram undir minnst tveimur nöfnum síðan hann kom fyrst til Svíþjóðar. Þetta kemur fram í frétt SVT. 

Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn, sem Akilov sendi inn árið 2014, var sérstaklega minnst á að hann hefði villt á sér heimildir. Áður hefur verið greint frá því að umsókn Akilov um dvalarleyfi í Svíþjóð var hafnað í september 2016. Hann hefur verið eftirlýstur síðan í lok febrúar síðastliðnum.

Dómstólar hröktu einnig fullyrðingar Akilov í umsókninni um að hann hefði sætt pyntingum í fangelsi í heimalandi sínu og hefði í kjölfarið þurft að flýja þaðan til Svíþjóðar. Í Svíþjóð starfaði hann við byggingariðnað og að sögn samstarfsmanna átti hann konu og barn í Úsbekistan.



Þá hefur ákæruvald sótt um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Akilov
. Dómari mun úrskurða um beiðnina á þriðjudag.

Í skjölum frá sænskum dómstólum kemur einnig fram að Akilov bað sérstaklega um lögmann sem er sunni-múslimi. Núverandi lögmaður hans lagði beiðnina fram í dag en henni var hafnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×