Norður-Kórea sakar Bandaríkin um að ljúga um hergagnasendingar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Norður-Kóreumenn segjast við öllu búnir. vísir/afp Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“ Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira