Stjarnan vill ekki skrifa undir fyrir Guðjón fyrr en að FIFA gefur grænt Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:30 Guðjón Baldvinsson verður að vera klár fyrir Stjörnuna í apríl. vísir/anton brink Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59