Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 19:35 Veggmynd af Trump á aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Betlehem. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels lagðist illa í leiðtoga Palestínumanna. Vísir/AFP Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira