Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 19:35 Veggmynd af Trump á aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Betlehem. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels lagðist illa í leiðtoga Palestínumanna. Vísir/AFP Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira