Erlent

Rauður pandahúnn stenst fyrstu læknisskoðunina

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsmenn dýragarðsins í Perth fóru mjúku höndum um pandahúninn sem er aðeins tveggja mánaða gamall.
Starfsmenn dýragarðsins í Perth fóru mjúku höndum um pandahúninn sem er aðeins tveggja mánaða gamall. Vísir/AFP
Tveggja mánaða gamall rauður pandahúnn frá Nepal var sýndur gestum í dýragarðinum í Perth í Ástralíu á dögunum. Húnninn er við hestaheilsu eins og í ljós kom við fyrstu læknisskoðunina.Húnninn er afkvæmi Anusha, níu mánaða gamals kvendýrs, sem fæddist einnig í dýragarðinum, og karlsins Makula, sem er sex ára gamall og var alinn í Canberra, að því er segir í frétt WA Today.Rauðar pöndur eru í útrýmingarhættu í Nepal. Aðeins um tíu þúsund dýr eru sögð eftir í náttúrunni. Tegundinni stafar ógn af eyðingu skóga og veiðiþjófnaði.Dýragarðurinn í Perth tók nýlega við sex rauðum pöndum af veiðiþjófum á landamærum Laos og Kína. Þær átti að selja á svörtum markaði með villt dýr. Þrjár þeirra drápust hins vegar fyrstu nóttina vegna mikillar streitu og mögulegra sjúkdóma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.