Rússneska lögreglan braust inn á skrifstofur leiðtoga stjórnarandstöðunnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 08:56 Ríkisstjórn Pútín hefur horn í síðu Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands. Vísir/AFP Hundruð stuðningsmanna Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, hófu mótmæli gegn stjórnvöldum í dag. Þeir hvetja Rússa til að sniðganga forsetakosningarnar í mars sem Navalní fær ekki að taka þátt í. Lögreglumenn brutust inn á skrifstofur Navalní í Moskvu í morgun. Sex stuðningsmenn Navalní voru handteknir í myndveri á skrifstofunum sem lögreglumenn lokuðu. Lögreglumenn brutu sér leið inn á skrifstofurnar, spurðu fólk spurninga og leituðu á því. Báru þeir því við að tilkynnt hefði verið um sprengju, að því er segir í frétt Reuters. Netfréttir hafa verið sendar út frá tveimur myndverum en hitt, sem er á öðrum stað, er enn sagt opið. Lögreglan hefur neitað að veita leyfi fyrir mótmælum á vegum stuðningsmanna Navalní í Moskvu og Pétursborg vegna hættunnar á ofbeldi. Yfirvöld hafa ítrekað bannað viðburði á vegum Navalní. Navalní hefur verið bannað að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín forseta í kosningunum sem fara fram 13. mars. Ástæðan er fangelsisdómur sem hann hlaut. Navalní segir að málið gegn sér sé runnið undan rifjum stjórnvalda. Bandarísk og evrópsk stjórnvöld hafa gagnrýnt ákvörðunina um að meina Navalní að bjóða sig fram. Pútín er sagður eiga auðveldan sigur vísan í kosningunum. Herferð Navalní beinist nú að því að draga úr kjörsókn til að draga úr trúverðugleika Pútín. Tengdar fréttir Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, sakar Rússlandsforseta um spillingu. 31. ágúst 2017 18:30 Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10 Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Mótmæli sem Alexei Navalní ætlaði á höfðu ekki hlotið leyfi frá stjórnvöldum. 2. október 2017 18:15 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Hundruð stuðningsmanna Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, hófu mótmæli gegn stjórnvöldum í dag. Þeir hvetja Rússa til að sniðganga forsetakosningarnar í mars sem Navalní fær ekki að taka þátt í. Lögreglumenn brutust inn á skrifstofur Navalní í Moskvu í morgun. Sex stuðningsmenn Navalní voru handteknir í myndveri á skrifstofunum sem lögreglumenn lokuðu. Lögreglumenn brutu sér leið inn á skrifstofurnar, spurðu fólk spurninga og leituðu á því. Báru þeir því við að tilkynnt hefði verið um sprengju, að því er segir í frétt Reuters. Netfréttir hafa verið sendar út frá tveimur myndverum en hitt, sem er á öðrum stað, er enn sagt opið. Lögreglan hefur neitað að veita leyfi fyrir mótmælum á vegum stuðningsmanna Navalní í Moskvu og Pétursborg vegna hættunnar á ofbeldi. Yfirvöld hafa ítrekað bannað viðburði á vegum Navalní. Navalní hefur verið bannað að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín forseta í kosningunum sem fara fram 13. mars. Ástæðan er fangelsisdómur sem hann hlaut. Navalní segir að málið gegn sér sé runnið undan rifjum stjórnvalda. Bandarísk og evrópsk stjórnvöld hafa gagnrýnt ákvörðunina um að meina Navalní að bjóða sig fram. Pútín er sagður eiga auðveldan sigur vísan í kosningunum. Herferð Navalní beinist nú að því að draga úr kjörsókn til að draga úr trúverðugleika Pútín.
Tengdar fréttir Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, sakar Rússlandsforseta um spillingu. 31. ágúst 2017 18:30 Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10 Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Mótmæli sem Alexei Navalní ætlaði á höfðu ekki hlotið leyfi frá stjórnvöldum. 2. október 2017 18:15 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, sakar Rússlandsforseta um spillingu. 31. ágúst 2017 18:30
Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Mótmæli sem Alexei Navalní ætlaði á höfðu ekki hlotið leyfi frá stjórnvöldum. 2. október 2017 18:15
Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33