Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 18:30 Sumarbústaður Pútíns er íburðarmikill og útbúinn þyrlupalli. Á skjáskotinu hér að ofan sést eitt af gestahúsum eignarinnar, að því er Navalny segir í myndbandinu. Skjáskot/Youtube Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira