Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 18:30 Sumarbústaður Pútíns er íburðarmikill og útbúinn þyrlupalli. Á skjáskotinu hér að ofan sést eitt af gestahúsum eignarinnar, að því er Navalny segir í myndbandinu. Skjáskot/Youtube Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Leiðtogi rússnesks stjórnarandstöðuflokks, Alexei Navalny, birti í gær myndband, sem hann segir sýna sumarbústað Pútíns, forseta Rússlands. Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands en Nadvalny sakar Rússlandsforseta um spillingu. The Guardian greinir frá. Setrið er þekkt undir nafninu Villa Segren og er staðsett á landareign á og við eyjuna Lodocnhy í Kirjálabotni. Í myndbandinu, sem tekið er upp á drónamyndavél, sést að eignin samanstendur meðal annars af nokkrum húsum, þyrlupalli og bryggju. Alexei Navalny birti myndbandið á YouTube í gær en hann er leiðtogi rússneska Framsóknarflokksins (Progressive Party). Meðlimir hans eru andvígir Pútín.Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar.Vísir/AFPÍ myndbandinu segir Navalny mikla gæslu vera á svæðinu og að íbúum bæja í kring sé bannaður aðgangur. Þá segir hann nána vini Pútíns eiga eignina sjálfa en hún sé greinilega ætluð forsetanum til afnota. Því sé um að ræða eina af „hefðbundnu svikamyllum“ Pútíns og sakar hann um spillingu. Landið sem eignin er byggð á er leigt af viðskiptamanninum Sergei Rudnov, að því er Navalny segir í myndbandinu. Rudnov er sonur náins vinar Pútíns og vann einnig fyrir rússneska sellóleikarann Sergei Roldugin. Sá er einnig vinur forsetans en nafn hans er auk þess tengt Panama-skjölunum frægu. Navalny hefur ítrekað sakað háttsetta rússneska stjórnmálamenn um misferli og að sanka að sér ólöglegum fjármunum. Fyrir tveimur vikum greindi hann meðal annars ítarlega frá taumlausri eyðslu Nikolay Choles, sonar talsmanns Pútíns, Dmitry Peskov.Myndbandið sem Alexei Navalny birti má sjá hér að neðan.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira