Hundruð stuðningsmanna Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, hófu mótmæli gegn stjórnvöldum í dag. Þeir hvetja Rússa til að sniðganga forsetakosningarnar í mars sem Navalní fær ekki að taka þátt í. Lögreglumenn brutust inn á skrifstofur Navalní í Moskvu í morgun.
Sex stuðningsmenn Navalní voru handteknir í myndveri á skrifstofunum sem lögreglumenn lokuðu. Lögreglumenn brutu sér leið inn á skrifstofurnar, spurðu fólk spurninga og leituðu á því. Báru þeir því við að tilkynnt hefði verið um sprengju, að því er segir í frétt Reuters.
Netfréttir hafa verið sendar út frá tveimur myndverum en hitt, sem er á öðrum stað, er enn sagt opið.
Lögreglan hefur neitað að veita leyfi fyrir mótmælum á vegum stuðningsmanna Navalní í Moskvu og Pétursborg vegna hættunnar á ofbeldi. Yfirvöld hafa ítrekað bannað viðburði á vegum Navalní.
Navalní hefur verið bannað að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín forseta í kosningunum sem fara fram 13. mars. Ástæðan er fangelsisdómur sem hann hlaut. Navalní segir að málið gegn sér sé runnið undan rifjum stjórnvalda. Bandarísk og evrópsk stjórnvöld hafa gagnrýnt ákvörðunina um að meina Navalní að bjóða sig fram.
Pútín er sagður eiga auðveldan sigur vísan í kosningunum. Herferð Navalní beinist nú að því að draga úr kjörsókn til að draga úr trúverðugleika Pútín.
Rússneska lögreglan braust inn á skrifstofur leiðtoga stjórnarandstöðunnar

Tengdar fréttir

Svipti hulunni af íburðarmiklum sumarbústað Pútíns
Sumarbústaðurinn er gríðarstór og stendur í grennd við landamæri Rússlands og Finnlands. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, sakar Rússlandsforseta um spillingu.

Pútín býður sig fram sem óháður
Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag.

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi
Mótmæli sem Alexei Navalní ætlaði á höfðu ekki hlotið leyfi frá stjórnvöldum.

Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín
Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars.