Pútín býður sig fram sem óháður Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:10 Þessir árlegu fundir Rússlandsforseta og fréttamanna standa yfirleitt í margar klukkustundir. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni. Donald Trump Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni.
Donald Trump Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira