Erlent

Ná saman um að Puigdemont verði forseti héraðsstjórnarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Carles Puigdemont tók við sem forseti héraðsstjórnar Katalóníu í janúar 2016. Honum var vikið úr stóli í október síðastliðinn.
Carles Puigdemont tók við sem forseti héraðsstjórnar Katalóníu í janúar 2016. Honum var vikið úr stóli í október síðastliðinn. Vísir/AFP
Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu hafa náð samkomulagi um að velja Carles Puigdemont sem forseta héraðsstjórnarinnar á ný. Puigdemont er nú í sjálfskiptaðri útlegð í Brussel. Washington Post segir frá.

Talsmaður flokks Puigdemont sagði að Puigdemont hafi tryggt sér stuðning vinstriflokksins ERS á fundi í Brussel í gærkvöldi. Talsmaður ERC staðfesti að samkomulag hefði náðst og að Puigdemont myndi annað hvort flytja ræðu sína á skjá í þingsalnum eða fá annan þingmann til að flytja ræðu fyrir sína hönd áður en þingmenn myndi kjósa nýjan forseta.

Puigdemont er nú eftirlýstur á Spáni, en hann sætir ákæru fyrir að hvetja til uppreisnar og á yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Ástæðan er að hann bar ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem haldin var þann 1. október síðastliðinn, og dæmd var ólögleg. Þá lýsti katalónska þingið einhliða yfir sjálfstæði héraðsins í lok októbermánaðar.

Puigedemont var forseti héraðsstjórnarinnar frá janúar 2016 til 28. október síðastliðinn þegar honum var vikið úr stóli forseta eftir að Spánarstjórn hafði leyst upp katalónska þingið. Kosningar til nýs héraðsþings fóru svo fram skömmu fyrir jól þar sem aðskilnaðarsinnar náðu naumum meirihluta.

Puigdemont hefur hvatt Spánarstjórn til að heimila honum að snúa aftur til Katalóníu til að hann geti á ný tekið við sem forseti héraðsstjórnarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×