Puigdemont segir spænska ríkið hafa verið sigrað Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 10:03 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur verið í Brussel í sjálfskipaðri útlegð að undanförnu. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst því yfir að spænska ríkið hafi verið sigrað eftir að aðskilnaðarsinnar tryggðu sér meirihluta þingsæta í kosningunum til héraðsþings í gær. Puigdemont er nú í Brussel í sjálfskipaðri útlegð og sagði niðurstöður kosninganna mikinn sigur fyrir „lýðveldi Katalóníu“. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna.Flokkur Rajoy beið afhroð Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Þegar búið var að telja nær öll atkvæðin voru flokkar aðskilnaðarsinna – JxCat, flokkur Puigdemont, vinstriflokkurinn ERC og Þjóðareining (CUP) – með sjötíu þingsæti og þar með meirihluta. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51 Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst því yfir að spænska ríkið hafi verið sigrað eftir að aðskilnaðarsinnar tryggðu sér meirihluta þingsæta í kosningunum til héraðsþings í gær. Puigdemont er nú í Brussel í sjálfskipaðri útlegð og sagði niðurstöður kosninganna mikinn sigur fyrir „lýðveldi Katalóníu“. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna.Flokkur Rajoy beið afhroð Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Þegar búið var að telja nær öll atkvæðin voru flokkar aðskilnaðarsinna – JxCat, flokkur Puigdemont, vinstriflokkurinn ERC og Þjóðareining (CUP) – með sjötíu þingsæti og þar með meirihluta.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51 Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51
Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39