Erlent

Rúmlega 200 handteknir eftir óeirðir í Túnis

Atli Ísleifsson skrifar
Tugir manna hafa særst í átökum lögreglu og mótmælenda.
Tugir manna hafa særst í átökum lögreglu og mótmælenda. Vísir/AFP
Lögregla í Túnis hefur handtekið rúmlega tvö hundruð manns í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Reuters greinir frá.

Tugir manna hafa særst í átökum lögreglu og mótmælenda, þar af 46 lögreglumenn, samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins.

Mótmæli hafa blossað upp í um tuttugu túnískum bæjum og borgum vegna nýs fjárlagafrumvarps stjórnar landsins, sem gert var í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar er lagt til að skattar verði hækkaðir á bíla, símtöl, netnotkun, hótelgistingu og dísilolíu.

Aukinn þungi færðist í mótmælin í höfuðborginni Túnisborg eftir að 43 ára mótmælandi lést í gær. Lögregla hefur hafnað því að bera ábyrgð á dauða mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×