Kjarnorkustríð við Norður-Kóreu „aldrei verið líklegra“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2018 11:57 Frá æfingum í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27
Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31
Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43
Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12
Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38
Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33
Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30