Mótmæla heiftarlegu ofbeldi gegn lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 12:50 Lögregluþjónar krefjast þess að stjórnvöld landsins styðji við bakið á þeim. Vísir/AFP Lögregluþjónar í Frakklandi gengu í dag um götur borga landsins til að mótmæla heiftarlegu ofbeldi gagnvart lögregluþjónum á gamlárskvöld. Myndbönd af annarri árásinni þar sem hópur manna réðst á lögreglukonu hefur vakið óhug í Frakklandi. Mennirnir börðu og spörkuðu í konuna þar sem hún lá í götunni og reyndi að verja sig. Lögregluþjónar krefjast þess að stjórnvöld landsins styðji við bakið á þeim. Eftir árásirnar sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásarmennirnir sem réðust á lögreglukonuna væru heiglar og hét hann því að þeir yrðu gómaðir og þeim yrði refsað.Samkvæmt frétt TheLocal.fr var lögregla kölluð til eftir að vísa þurfti hundruð manna frá samkvæmi í úthverfi Parísar, Champigny-sur-Marne. Tveir lögregluþjónar urðu viðskila við hina lögregluþjónana og ráðist var á þau. Meiðsli konunnar liggja ekki fyrir en maðurinn nefbrotnaði.Enginn mun hafa verið handtekinn vegna árásanna. Myndband af árásinni á lögreglukonuna hefur verið birt á samfélagsmiðlum.Þá bárust einnig fregnir af því að ráðist hefði verið á annan lögregluþjón í úthverfinu Aulnay-sous-Bois, þegar tveir lögregluþjónar stöðvuðu unga menn sem ætluðu að stela vespu. Einn lögregluþjónn var kýldur margsinnis og hinn skaut úr byssu sinni upp í loftið til að hræða árásarmennina. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, sagði árásirnar vera óásættanlegar. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða í hverfum sem hafi á sér orð fyrir fátækt og ofbeldi. Lögreglan í Frakklandi hefur lengi átt í stormasömu sambandi við ungt fólk í úthverfum Parísar þar sem mikil fátækt ríki og margir íbúa eru innflytjendur.Les coupables du lynchage lâche et criminel des policiers faisant leur devoir une nuit de 31 décembre seront retrouvés et punis. Force restera à la loi. Honneur à la police et soutien total à tous les agents bassement agressés.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) January 1, 2018 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Lögregluþjónar í Frakklandi gengu í dag um götur borga landsins til að mótmæla heiftarlegu ofbeldi gagnvart lögregluþjónum á gamlárskvöld. Myndbönd af annarri árásinni þar sem hópur manna réðst á lögreglukonu hefur vakið óhug í Frakklandi. Mennirnir börðu og spörkuðu í konuna þar sem hún lá í götunni og reyndi að verja sig. Lögregluþjónar krefjast þess að stjórnvöld landsins styðji við bakið á þeim. Eftir árásirnar sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásarmennirnir sem réðust á lögreglukonuna væru heiglar og hét hann því að þeir yrðu gómaðir og þeim yrði refsað.Samkvæmt frétt TheLocal.fr var lögregla kölluð til eftir að vísa þurfti hundruð manna frá samkvæmi í úthverfi Parísar, Champigny-sur-Marne. Tveir lögregluþjónar urðu viðskila við hina lögregluþjónana og ráðist var á þau. Meiðsli konunnar liggja ekki fyrir en maðurinn nefbrotnaði.Enginn mun hafa verið handtekinn vegna árásanna. Myndband af árásinni á lögreglukonuna hefur verið birt á samfélagsmiðlum.Þá bárust einnig fregnir af því að ráðist hefði verið á annan lögregluþjón í úthverfinu Aulnay-sous-Bois, þegar tveir lögregluþjónar stöðvuðu unga menn sem ætluðu að stela vespu. Einn lögregluþjónn var kýldur margsinnis og hinn skaut úr byssu sinni upp í loftið til að hræða árásarmennina. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, sagði árásirnar vera óásættanlegar. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða í hverfum sem hafi á sér orð fyrir fátækt og ofbeldi. Lögreglan í Frakklandi hefur lengi átt í stormasömu sambandi við ungt fólk í úthverfum Parísar þar sem mikil fátækt ríki og margir íbúa eru innflytjendur.Les coupables du lynchage lâche et criminel des policiers faisant leur devoir une nuit de 31 décembre seront retrouvés et punis. Force restera à la loi. Honneur à la police et soutien total à tous les agents bassement agressés.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) January 1, 2018
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira