Titilvörn Arsenal endaði í tapi gegn Nottingham Forest

rest-menn fagna marki í kvöld.
rest-menn fagna marki í kvöld. vísir/getty
Titilvörn Arsenal í enska bikarnum entist ekki lengi á þessu tímabili en Arsenal féll úr leik í 64-liða úrslitunum eftir 2-4 tap gegn Nottingham Forest í dag.

Arsenal sem er sigursælasta liðið í sögu keppninnar lenti undir snemma leiks eftir mark frá Eric Lichaj en svaraði um hæl með marki frá Per Mertesacker.

Varnarmaðurinn Lichaj var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn í hálfleik. Þeir bættu við forskotið á 64. mínútu þegar Ben Brereton skoraði þriðja mark Forest af vítapunktinum.

Danny Welbeck minnkaði muninn fyrir Arsenal á 79. mínútu og kom Skyttunum aftur inn í leikinn en stuttu síðar fékk Forest aðra vítaspyrnu.

Nú var komið að Kieran Dowell að taka vítaspyrnu en hann kom boltanum í netið á ólöglegan máta en markið dæmt löglegt.

Rann hann í skotinu og fór skotið sem tekið var með vinstri fæti og fór skotið af hægri fætinum og í netið. Arsenal menn voru skiljanlega afar ósáttir en dómari leiksins missti af atvikinu.

Joe Worrall í liði heimamanna fékk rautt spjald undir lok venjulegs leiktíma en það kom ekki að sök þar sem heimamenn fögnuðu sigri.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira