Erlent

Franskur Eurovision-sigurvegari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
France Gall kom fram fyrir hönd Lúxemborgar í Eurovision 1965.
France Gall kom fram fyrir hönd Lúxemborgar í Eurovision 1965. Vísir/afp
Franska söngkonan France Gall er látin, sjötug að aldri. Hún lést af völdum krabbameins í París fyrr í dag. Frá þessu greina franskir fjölmiðlar í dag.

Gall sló í gegn sautján ára gömul og vakti heimsathygli þegar hún vann sigur í Eurovision árið 1965, þegar hún keppti fyrir hönd Lúxemborgar. 

Sigurlagið bar heitið Poupée de cire, poupée de son.

Gall starfaði lengi með eiginmanni sínum, söngvaranum Michael Berger, sem lést úr hjartaáfalli árið 1992.

Þau áttu fjölda vinsælla laga á níunda áratugnum, meðal annars Ella, elle lá sem var óður til söngkonunnar Ellu Fitzgerald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×