Brighton áfram eftir mark á lokamínútunum

Murray skorar sigurmarkið
Murray skorar sigurmarkið vísir/getty
Mark á lokamínútum seinni hálfleiks tryggði Brighton sigur á Crystal Palace í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Heimamenn í Brighton byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir 25. mínútur þegar Dale Stephens kemur boltanum framhjá Wayne Hennessey á nærstönginni.

Sako var duglegur fram á við hjá Palace í leiknum og var verðlaunaður fyrir það á 69. mínútu þegar hann skorar með flottu skoti af 25 metra færi.

Sigurmarkið kom svo frá Glenn Murray á 87. mínútu þegar hann fær boltann í hnéð og þaðan fer hann í netið. Leikmenn Palace töldu að boltinn hefði farið í hendina á Murray og vildu að Andre Marriner nýtti sér myndbandstæknina, en hann gerði það ekki og markið stóð.

Marriner tók ekkert til myndbandstækninnar í leiknum, en leikurinn var sá fyrsti sem sú tækni er notuð í á Englandi.

Heimamenn áttu sigurinn fyllilega skilið, voru meira með boltann og áttu 18 skot að marki á móti 5 frá Palace.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira