Erlent

Fulltrúar sendir suður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fulltrúar ríkjanna takast í hendur á fyrsta fundi þeirra í rúm tvö ár.
Fulltrúar ríkjanna takast í hendur á fyrsta fundi þeirra í rúm tvö ár. Vísir/EPA
Norður-Kóreumenn ætla sér að senda fulltrúa á vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar í nágrannaríkinu Suður-Kóreu. Þetta er meðal þess sem sendinefndir ríkjanna tveggja sammæltust um á fundi þeirra í landamæraborginni Panmunjom nú í morgunsárið.

Samkomulagið kveður á um að Norður-Kóreumenn fái að senda íþróttafólk, embættis- og stuðningsmenn á leikana í Pyeongchang. Suður-Kóreumenn gera sér þó enn vonir um að ríkin munu keppa undir fána Kóreuskagans, eins og þau gerðu á vetrarólympíuleikunum 2006.

Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið

Hvað sem því líður teljast þetta mikil tíðindi enda eru þjóðirnar tvær tæknilega enn í stríði en vopnahléi var lýst yfir í Kóreustríðinu árið 1953. Að auki hefur spennan milli ríkjanna tveggja sjaldan verið meiri vegna sífelldra eldflauga- og kjarnavopnatilrauna norðanmanna.

Æðstu embættismenn þjóðanna hittust á fundum í vikunni sem voru þeir fyrstu í tvö ár á milli ríkjanna. Einnig hefur verið stungið upp á því að ættingjar sem lentu sitthvoru megin við landamærin þegar þau voru dregin um 38 breiddarbaug verði veitt heimild til að hittast á leikunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×