Það urðu smávægileg átök upp við hornfána á vallarhelmingi sem enduðu á því að Sindri Þór steig ofan á bak Alex Freys Hilmarssonar. Dómari leiksins, Þorvaldur Árnason, snéri frá atvikinu en gaf Sindra gult spjald.
„Þarna hefði ég viljað fá Þorvald miklu nær, þarna eru átök í horninu og þá viltu að dómarinn sé nær til þess að taka á þeim. Þegar hann lítur frá þá stígur Sindri bara ofan á Alex,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og einn sérfræðinga Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld.
„Klárt beint rautt.“
Þegar þarna var komið við sögu var komið inn í uppbótartíma seinni hálfleiks svo rautt spjald hefði ekki skipt máli upp á gang leiksins, en hefði sent Sindra í leikbann í næsta leik.
Umræðuna úr Pepsimörkunum má sjá í spilaranum með fréttinni.